Inniþríþraut á vegum íþróttahópsins Þrír-Vest og líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Dan verður haldin á Ísafirði á laugardag. Upprunalega átti þríþrautin að fara fram laugardaginn 7. nóvember en var frestað. Allir krakkar 13-18 ára hafa þátttökurétt (fæddir 1991-1996). Syntir verða 400 metrar í Sundhöll Ísafjarðar og verður gert smá hlé eftir sundið. Síðan verður haldið í Stúdíó Dan þar sem að hjólaðir verða 10 km á þrekhjólum og strax að því loknu verður farið beint á hlaupabrettið þar sem hlaupnir verða 2,5 km.