Kolfinna Íris Rúnarsdóttir
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir

Fimm iðkendur Skíðafélags Ísfirðinga hafa verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á gönguskíðamótum erlendis.

Þrír keppendur eru á HM unglinga í Lahti í Finnlandi. Mótið stendur frá 10. til 27. janúar. Það eru Sigurður Arnar Hannesson keppir í flokki 17.- 20 ára. í flokki U23 keppa Dagur Benediktsson og Albert Jónsson. Hægt er að fylgjast með úrslitum og lifandi tímatökur frá mótinu á hér.

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Jakob Daníelsson voru valin til keppni á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar sem að þessu sinni fer fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar. Á heimasíðu mótsins sjá má allar upplýsingar og úrslit.

Þetta er glæsilegur árangur hjá Skíðafélagi Ísfirðinga og verður gaman að fylgjast með okkar fólki í keppni við þá bestur í sínum aldursflokki.