Frá hófi síðasta árs, tilnefndir efnilegastir  árið 2017
Frá hófi síðasta árs, tilnefndir efnilegastir árið 2017

Sunnudaginn 30. desember verður iþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 útnefndur. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn 30.12. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru átta ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.

Íþróttamaður Ísafjarðar árið 2017 var útnefndur Albert Jónsson skíðamaður og efnilegasti íþróttamaðurinn 2017 var útnefndur Þórður Gunnar Hafþórsson knattspyrnumaður.

 

Þeir sem tilnefndir eru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar eru:

Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar

Einar Óli Guðmundsson knattspyrnudeild Harðar

Elmar Atli Garðarson knattspyrnudeild Vestra

Jens Ingvar Gíslason handboltadeild Harðar

Kristín Þorsteinsdóttir Ívari

Kristján Guðni Sigurðsson Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar

Mateusz Lukasz Klóska blakdeild Vestra

Nemanja Knezevic körfuknattleikdsdeild Vestra

Ólöf Einarsdóttir Hendingu

 

Tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Gautur Óli Gíslason handknattleiksdeild Harðar

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksdeild Vestra

Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Jón Gunnar Shiransson Golfklúbbi Ísafjarðar

Kári Eydal blakdeild Vestra

Lilja Dís Kristjánsdóttir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Ómar Karvel Guðmundsson Ívari

Þórður Gunnar Hafþórsson knattslpyrnudeild Vestra