Frá hófi síðasta árs, tilnefningar til íþróttamanns ársins 2018.
Frá hófi síðasta árs, tilnefningar til íþróttamanns ársins 2018.

Sunnudaginn 29. desember verður Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019 útnefndur. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn 29.12.19 Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru tíu ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 var útnefndur Elmar Atli Garðarsson knattspyrnumaður

Efnilegasti íþróttamaðurinn 2018 var útnefndur Hugi Hallgrímsson körfuboltamaður

Þeir sem tilnefndir eru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar eru:

Albert Jónsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Axel Sveinsson – Hörður Ísafirði, knattspyrnudeild
Elías Ari Guðjónsson – Hörður Ísafirði, handknattleiksdeild
Heiða Jónsdóttir – Vestri hjólreiðar
Hugi Hallgrímsson – körfuknattleiksdeild Vestra
Jón Hjörtur Jóhannesson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Kristín Þorsteinsdóttir – Íþróttafélagið Ívar
Lilja Dís Kristjánsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Mateusz Klóska – Blakdeild Vestra
Zoran Plazonic – Knattspyrnudeild Vestra

Tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Ásgeir Óli Kristjánsson – Hörður Ísafirði, handknattleiksdeild
Embla Kleópatra Atladóttir – Vestri hjólreiðar
Georg Rúnar Elfarsson – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Gréta Proppé Hjaltadóttir – Körfuknattleiksdeild Vestra
Ívar Breki Helgason – Hörður Ísafirði, knattspyrnudeild
Jón Gunnar Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Kári Eydal – Blakdeild Vestra
Linda Rós Hannesdóttir – Skíðafélag Ísfirðinga 
Patrycja Janina Wielgosz – Íþróttafélagið Ívar
Þórður Gunnar Hafþórsson – Knattspyrnudeild Vestra