Kæru foreldrar
Íþróttaskólinn fyrir börn í 1.-4. bekk hefst 22. ágúst nk.
Skráningar fara fram í Sportabler
Um er að ræða grunnþjálfun, boltaskóla og sund.
Allar æfingar í grunnþjálfun og sundi fara fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 1.-2. bekk fer sömuleiðis fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 3.-4. bekk fer fram á Torfnesi.
Börnin geta valið allar greinarnar og eða einstaka grein.
Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið ithrottaskoli@hsv.is og svo er einnig hægt að hafa samband í síma 691-5075.
Yfirþjálfari íþróttaskólans er Daniel Osafo-Badu