Föstudaginn 24.ágúst hefjast æfingar í Íþróttaskóla HSV á Ísafirði. Stundataflan er þú þegar aðgengileg hér á síðunni og hvetjum við foreldra til að kynna sér hana. Börn sem skráð eru í íþróttaskólann geta sótt allar æfingar sem eru í boði fyrir þeirra hóp eða valið æfingar eftir því sem hentar hverjum og einum. 

Skráning í íþróttaskólann fer fram í gegnum sérstakt skráningarkerfi sem er aðgengilegt á heimasíðu HSV og er nú þegar hægt að ganga frá skráningu.  Mjög mikilvægt er að skrá barnið í gegnum kerfið þar sem allar upplýsingar til foreldra varðandi íþróttaskólann eru sendar í gegnum þetta kerfi í tölvupósti. Skráningaleiðbeiningar eru hér:

1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
2. Fara í skráning iðkenda hægra megin á síðunni
3. Þá kemur að innskráningarglugganum, þar sem innskráning er með íslykli, rafrænum skilríkjum eða með lykilorði
4. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
5. Veljið „Skráning í boði“ aftast í línu barnsins
6. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal velja í „skráning“ aftast í línunni
7. Í athugasemdir skal skrá upplýsingar um það hvaða æfingar barnið kemur til með að sækja. Grunnþjálfun, boltaskóla, sund og þá hvaða daga. ATH að yfirþjálfari raðar börnum í 1.bekk í hópa, auk sundæfinga hjá 2.bekk.
8. Svo kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skráningu (ath lesa og samþykkja skilmála)

 

Frekari upplýsingar veitir Salome Elín Ingólfsdóttir, Yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV, ithrottaskoli@hsv.is