Íþróttaskóli HSV byrjaði í dag í flottu veðri.  Góð mæting var fyrsta daginn og er það frábært.  Grunnþjálfun og boltaskóli eru úti fyrstu vikurnar þar sem algjör óþarfi er að fara inn strax þegar við höfum jafn gott veður og flott svæði á sparkvellinum við grunnskólalóðina.  Mikil gleði og tilhlökkun voru hjá krökkunum og allt gekk að óskum.  Við látum fylgja með nokkrar myndir af fyrsta deginum.