Landflutningar Samskip bjóða nú upp á frábært jólapakkatilboð sem ber nafnið Gleðigjafir. Hægt er að senda jólagjafir hvert á land sem er fyrir 750 kr, og rennur andvirði flutningsgjalda til og frá Ísafjarðarbæ óskipt til íþróttaskóla HSV.

Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tilboð og styðja í leiðinni við íþróttaskóla HSV.  íþróttaskóli HSV er fyrir öll börn í 1.-4. bekk grunnskóla.  Íþróttskólinn býður upp á grunnþjálfun, boltaskóla, sund og skíði og eru markmið skólans að

  • Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
  • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
  • Að auka gæði þjálfunar
  • Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
  • Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.
 

Endilega látið fréttir af Gleðigjöfunum berast sem víðast.

Heimasíða íþróttaskólans er www.hsv.is/ithrottaskoli