Jólamót Skells verður haldið sunnudaginn 18. desember frá kl. 11.00 – 15.00 og hvetjum við alla krakka íþróttaskólans að taka þátt í skemmtilegu móti.

 Krakkarnir í 3. og 4. bekk eiga að mæta kl. 12.00 en krakkarnir í 1. og 2. bekk klukkan 14.00. Mótið tekur um klukkutíma fyrir hvorn hóp fyrir sig. 

 

Mótsgjald er kr. 700 og greiðist á staðnum. Inni í því er glaðningur fyrir alla og piparkökur og djús.

Skráning á mótið verður á staðnum.

Krakkarnir munu spila krakkablak - stig 1.-2. Krakkablak er afbrigði af blaki þar sem boltanum er kastað og hann gripinn. Krakkarnir hafa verið að æfa sig í þessum leik í boltaskólanum.

 

Athugið að það verða allir að mæta á réttum tíma svo hægt sé að raða í lið.

 

Við hvetjum foreldra að koma og fylgjast með börnunum sínum í þessari skemmtilegu íþrótt.