KFÍ fær Ármann í heimsókn í kvöld í síðasta leik meistaraflokksins í vetur. Eins og flestir vita þá hefur KFÍ þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og því verður mikið "húllumhæj" á leiknum auk þess sem formaður og framkvæmdarstjóri KKÍ afhenda liðinu deildarmeistarabikarinn í lok leiks.

Við hvetjum alla að koma og fagna með okkur þessu frábæra árangri og gera læti á Jakanum.