Starfið felur m.a. í sér:
• Yfirstjórn og ábyrgð á þjálfun yngri flokka félagsins.
• Leggja faglegar áherslur og setja markmið í samráði við þjálfara hvers flokks.
• Þjálfun nokkurra yngri flokka.
• Skipuleggja keppnisferðir og æfingar
• Skipuleggja viðburði í tengslum við yngri flokka starfið.
• Vinna með Barna- og unglingaráði KFÍ að þeim verkefnum og viðburðum sem tengjast körfuknattleik.
• Vinna með aðalstjórn félagsins að þeim verkefnum og viðburðum sem tengjast eflingu körfuknattleiks íþróttarinnar á svæðinu.

Hæfniskröfur:
• Þjálfararéttindi eða nám sem nýtist í starfi. Aðili með mikla reynslu af körfuknattleik og þjálfun kemur einnig til greina.
• Góð samskiptahæfni til að vinna með þeim hagsmunahópum sem koma að daglegu starfi félagsins.
• Hæfni til þess að vera sveigjanlegur í starfi og geta sýnt frumkvæði.
• Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel innan liðsheildar ásamt því að geta unnið sjálfstætt og skipulega að þeim
verkefnum sem honum eru falin.
Starfshlutfall og launakjör skv. nánara samkomulagi.

UM KFÍ OG ÍSAFJÖRÐ:
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og hefur rekið 8–9 yngri flokka á ári hverju til viðbótar meistaraflokkum félagsins. Hjá KFÍ starfa þjálfarar með víðtæka reynslu af körfuknattleik og mikill uppgangur hefur verið í yngstu árgöngum félagsins síðustu ár.
Ísafjörður er stærsta byggðarlagið á Vestfjörðum með gott þjónustustig og vel rekna grunnþjónustu. Mikil fjölbreytni er í íþróttalífi bæjarins og menningarlífið er blómlegt. Samfélagið er fjölskylduvænt og lífsgæðin almennt há.
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka félagsins.

Frekari upplýsingar veitir Birna Lárusdóttir, formaður barna- og unglingaráðs KFÍ í tölvupósti; bil@snerpa.is eða í síma 896 3367.