Knattspyrnudeild Vestra leitar að öflugum einstakling til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Starfshlutfallið er sveigjanlegt, getur verið 50-100% eftir samkomulagi. Hluti af vinnunni verður almenn þjálfun yngri flokka. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.

Umsóknarfrestur er til 1.júlí 2020. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg formann barna og unglingaráðs tinnahrund85@gmail.com. Nánari upplýsingar gefur Kristján í síma 8614668. Óskað er eftir því að nýr yfirþjálfari geti hafið störf 1.ágúst n.k.