Knattspyrnufélagið Hörður á 100 ára afmæli. Stofnfundur félagsins var haldinn 27. maí 1919 í Sundstræti 41. Stofnendur voru tólf ungir Ísfirðingar: Karl, Þorsteinn og Guðbrandur Kristinssynir, Kristján og Jón Albertssynir, Hjörtur og Garðar Ólafssynir, Þórhallur Leósson, Dagbjartur Sigurðsson, Ólafur Ásgeirsson, Helgi Guðmundsson og Axel Gíslason. Þeir höfðu allir áður starfað í Fótboltafélagi Ísafjarðar, sem stofnað var 1914 og starfaði í tíu ár. Fyrsti formaður Harðar var Þórhallur Leósson og Dagbjartur Sigurðrsson og Helgi Guðmundsson skipuðu með honum fyrstu stjórnina. Knattspyrnufélagið Hörður tók strax forystu í knattspyrnumálum kaupstaðarins og átti fyrir höndum langa og gifturíka daga. Saga félagsins nær allt til þessa dags.

Í dag eru þrjár deildir starfandi hjá félaginu, glímudeild og knattspyrnudeild. Formaður félagsins í dag er Salmar Már Salmarsson.

HSV óskar Harðvrrjum öllum til hamingju með afmælið.

 

Hér má lesa meira um sögu Harðar í grein Sigurðar Péturssonar í BB.