Körfuboltatímabilið er nú farið af stað og lið KFÍ farin að spila hvert af öðru.  Stelpurnar í meistaraflokki kvenna byrjuðu tímabilið með glæsilegum sigri á Þór frá Akuureyri og er drengjaflokkur KFÍ búin að spila tvo leiki, sigrar einn og tapa öðrum naumlega gegn sterku Haukaliði.  Næstkomandi fimmtudaginn 7.október spilar svo meistaraflokkur KFÍ sinn fyrsta heimaleik í Icelandexpress deild karla.  KFÍ mun þar etja kappi við Tindastól og hefst leikurinn kl 19:15.  Nú er bara að fjölmenna á leikina hjá KFÍ liðunum og styðja vel við bakið á þeim.  Frekari fréttir og nánari skil á leikjum KFÍ liðanna er að finna á heimasíðu KFÍ www.kfi.is .