Kristín Þorsteinsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2014
Kristín Þorsteinsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2014

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur útnefnt Íþróttamann Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2014. Það var Kristín Þorsteinsdóttir sundkona frá íþróttafélaginu Ívari sem hreppti  hnossið. Þetta er annað árið í röð sem Kristín hlýtur þessa útnefningu. Kristín náði mjög góðum árangri á síðasta ári, Vann til að mynda  7 gull á Íslandsmótum og var á árinu sekúndubrotum frá því að slá heimsmetið í 50 metra skriðsundi í hennar flokki. Heimsmetið er 36,07 sekúndur en Kristín synti á 36,46 sekúndum, einungis 39 sekúndubrotum frá heimsmetinu. Kristín er mjög einbeittur og samviskusamur íþróttamaður og verður spennandi að fylgjast með afrekum hennar á árinu.