Mótssetning fór fram í grenjandi rigningu.
Mótssetning fór fram í grenjandi rigningu.
1 af 2

Framkvæmdastjóri HSV hefur undanfarna daga verið á landsmóti DGI í Álaborg í Danmörku. DGI eru samtök sem starfa líkt og UMFÍ á Íslandi. Ferðin var farin á vegum UMFÍ og þátttakendur voru framkvæmdastjórar og stjórnarmenn félaga og héraðssambanda innan UMFÍ ásamt stjórn og starfsmönnum UMFÍ. Tilgangur ferðarinnar var annarsvegar að efla ungmennafélagsandannog auka tengsl meðal starfsmanna og stjórnarmanna vítt og breytt um landið og hinsvegar að upplifa landsmót Dana og fá hugmyndir til að breyta og bæta landsmót UMFÍ. Óhætt er að segja að þeim. Arkmiðum hafi verið náð og allir þátttakendur koma heim reynslunni ríkari með margar hugmyndir í farteskinu.

Landsmótið í Álaborg "Landsstævnen" þótti ákaflega vel heppnuð þrátt fyrir að nokkuð hafi rignt í fyrstu en bleytan gleymdist fljótt er sólin tók að skína seinni hluta móts. Skipulag mótsins miðaðis við að fá sem flesta til að taka þátt og var ekki mikil áhersla á keppni og verðlaun. Einnig voru á dagskrá ýmsar nýjar greinar líkt og götufótbolta og fljótandi badminton. Boðið var upp á prufutíma í fjölmörgum greinum og var mikil þátttaka í þeim. Áberandi var afslappað andrúmsloft, einföld og fjölbreytt afþreying og gleði hjá öllum aldursflokkum. Gaman verður að sjá hvort hægt verði að fanga þetta andrúmsloft á komandi landsmótum UMFÍ.