Lokaskráningardagur fyrir Landsmót á Akureyri er 29. júní næstkomandi.  Það er því ekki eftir neinu að bíða en að fara að að skrá sig til leiks og er það gert hjá framkvæmdarstjóra HSV í netfang hsv@hsv.is eða í síma 861-4668.  Nú þegar eru búinn að skrá sig til leiks fimm lið í blaki, körfubolta, fótbolta og Bridds.  Ekki hefur verið mikið um skráningar í einstaklingsgreinar en það er nægur tími til stefnu.  HSV heldur á morgun miðvikudaginn 24. júní opinn fund um Landsmótsferðina og verður fundurinn kl 18:00 í íþróttahúsinu Torfnesi.  Þar er hægt að nálgast upplýsingar um keppnisgreinar, dagskrá og einnig verður hægt að skrá sig til keppni.  HSV hvetur alla sem hafa hug á og langar að fara á landsmót að mæta á fundinn.   Allar upplýsingar um mótið er einnig að finna á heimasíður mótsins www.umfi.is/landsmot .  Allir geta fundið sér eitthverja grein við hæfi þar sem keppt er bæði í íþróttagreinum sem og starfsgreinum.