HSV verður með leikjanámskeið í júní.  Leikjanámskeiðið verður í fjórar vikur og byrjar það mánudaginn 4.júní og er fyrir krakka sem voru að klára 1.-4. bekk.  Námskeiðið byrja kl 09:00 alla daga og eru til kl 12:00.  Krakkarnir geta fengið vistun frá 8:30.  Mæting er við íþróttahúsið á Torfnesi alla daga.  Leikjanámskeiðið verður með fjölbreyttu sniði, farið verður í leiki,  fjöruferðir, hjólaferðir,fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar reyndar og margt fleira.  Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.  Kennari á námskeiðinu er Anna Soffía Sigurlaugsdóttir íþróttafræðingur.  Hægt er að velja að vera 1, 2, 3 eða 4 vikur.  Ef valdar eru fleiri en ein þá þurfa þær ekki endilega að vera samliggjandi t.d. er hægt að vera fyrstu vikuna og svo síðustu.

 

Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi.

1 vika 4500

2 vikur 7000

3 vikur 9000

4 vikur 12000

 

Skráning á námskeiðið er í skráningarkerfi HSV og er hægt að fara inn á það með því að ýta á tengil (Skráning) hér vinstra megin á síðunni.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á hsv@hsv.is með skráningu en óskað er eftir því að skráningarkerfið sé notað.  Þegar skráð er í gegnum skráningarkerfið er gott að láta vita hvaða vikur iðkandinn ætlar að vera og hægt að setja það í reitinn "athugasemdir" í skráningarkerfinu.  Allar upplýsingar varðandi skráningu og bókanir eru hjá framkvæmdarstjóra HSV í tölvupósti hsv@hsv.is eða síma 861-4668.  Allar upplýsingar varðandi skipulag, þjálfun og því sem snýr beint að starfi leikjanámskeiðsins eru hjá Önnu Soffíu í síma 863-3898