1 af 3

Lokið er fyrsta leikjanámskeiði HSV þetta sumarið. Mikil gleði ríkti að venju þó svo að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Nú er viku frí en framundan eru tvö námskeið eftirfarandi vikur:

  • 19.-23. júní
  • 26.-30. júní

 Námskeiðin er virka daga frá kl.9-12 og er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl.8:30 án skipulagðrar dagskrár.
Nesti verður tekið um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.

Verð fyrir leikjanámskeiðið er eftirfarandi: 

• 1 vika kostar 5000 kr.
• 2 vikur kosta 9000 kr.


Mjög mikilvægt er að foreldrar og foráðamenn skrái börnin á námskeiðin fyrirfram. Þannig er hægt að tryggja að nægilegur fjöldi leiðbeinenda séu til staðar og skipulag henti. 

Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna www.hsv.is Skrá þarf sérstaklega í hvaða viku barnið verður á leikjanámskeiðinu og er það sett í athugasemdir.

Skráningarleiðbeiningar
1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is
2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni
3. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála og nota kennitölu foreldris
4. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
5. Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
6. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá á leikjanámskeið HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
7. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skáningu (muna að haka við samþykkja skilmála) og hér setjið þið í athugasemdir hvaða vikur barnið verður á leikjanámskeiði.

Nánari upplýsingar veitir Salome Elín Ingólfsdóttir í gegnum netfangið ithrottaskoli@hsv.is