Nú er hægt að fylgjast með leikjanámskeiði HSV á facebook.  Þar er hægt að skoða dagskrá næstu viku og kíkja á myndir af krökkunum.  Fyrstu vikunni lauk í dag og hefur verið mikið fjör hjá krökkunum.  Ekki verður minna fjör í næstu viku.  Endilega kíkið á facebook síðuna en hún heitir "Leikjanámskeið HSV".