Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður Vestra hefur verið valinn af Þorvaldi Örlygssyni landsliðsþjálfara U18 karlalandsliðsins til að mæta á úrtaksæfingar hjá liðinu þann 1.-3. febrúar næstkomandi.

Þórður er mjög efnilegur leikmaður, hann spilaði í öllum leikjum Vestra á síðasta tímabili og var yngsti leikmaður liðsins.