Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og verður formlega ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar 2009. Þátttakendur voru um 7.700 þegar Lífshlaupið fór fram í fyrsta skipti.

Hægt er að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is  en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í:

- vinnustaðakeppni frá 4. - 24. febrúar, fyrir 16 ára og eldri

- hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 4. - 24. febrúar, fyrir 15 ára og yngri

- einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð niður sína hreyfingu allt árið.

Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu þar sem börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnir í minnst 30 mínútur á dag.

Við hvetjum alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað. Því óskum við eftir liðsinni ykkar til að hvetja ykkar fólk til þátttöku. Vonandi kemur meðfylgjandi veggspjald að góðum notum.

Kynnið ykkur þátttökureglur og skráningu á vefsíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is  er hvatningar- og átaksverkefni Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.