Nú er síðasta vika íþróttaskólans þetta skólaárið hafin. Vikan verður með nokkuð hefðbundnu sniði fyrir utan fimmtudaginn sem er almennur frídagur.

Fimmtudaginn 29.maí verður lokahóf Íþróttaskóla HSV haldið á gervigrasvellinum á Torfnesi á milli klukkan 11 og 13. Þar verða í boði grillaðar pylsur, djús, glens og gaman fyrir alla þátttakendur íþróttaskólans og eru foreldrar velkomnir með.

Vonast til að sjá ykkur sem flest.

 

Kveðja, Salome, yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV.