Þriðjudaginn 25. nóvember næstkomandi verður haldið málþing á Ísafirði með yfirskriftina  ,,Æskan á óvissutímum." Málþingið verður haldið á 4. hæð stjórnsýsluhússins og hefst kl. 16:30. Allir þeir sem láta sig velferð barna og ungmenna varða eru hvattir til að mæta. Dagskráin er eftirfarandi:

Málþingið „Æskan á óvissutímum" 25. nóvember í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16:30 - 19:30

Setning:
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV

Ávarp:
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Tónlistaratriði

Ísland í efnahagslegu fárviðri:

Svava Jóhanna Haraldsdóttir, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands

Raunveruleiki heimilanna:
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Kaffi

Barnið í kreppunni:
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur

Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum:
Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar

Hvernig spegla ég ástandið?:
Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi

Fundarstjóri:
Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis