Fríður hópur skrifaði undir samning við KFÍ á dögunum og er félagið mjög ánægt með samningana. Fyrstur til að setja nafn sitt á blað var yfirþjálfari KFÍ Pétur Már Sigurðsson og er því kominn heim á ný, en nú sem þjálfari, en hann spilaði hér sex tímabil sem leikmaður.

 Síðan skrifuðu ellefu leikmenn meistaraflokks undir og eru þeir til tveggja ára. Þar með er undirbúningur fyrir keppnina næsta vetur komið á fullt og eru strákarnir komnir á fullt í æfingar hjá Jóni Oddssyni sem er aðstoðarþjálfari með Pétri og verður æft í allt sumar með örhléi.

Körfuboltabúðir KFÍ byrjuðu á sunnudaginn og eru á fullu þessa dagana og út vikuna.  Gaman er að fylgjast með þessum frábærum körfuboltabúðum þar sem ríflega 80 iðkendur taka þátt.  Hægt er að fylgjast með búðunum á heimasíðu KFÍ www.kfi.is þar eru reglulega eru settar inn fréttir og upplýsingar um búðirnar.