Stjórn HSV ákvað á fundi sínum í síðustu viku að ráða Pétur Georg Markan sem framkvæmdastjóra HSV.

Pétur Georg er með B.A. próf í guðfræði ásamt því að vera í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Pétur hefur mikla reynslu og áhuga á íþróttum, en þekktastur er hann eflaust þessa dagana fyrir að vera fyrirliði meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur í knattspyrnu.

Pétur Georg hefur alla þá eiginleika sem stjórn óskaði eftir í nýjum framkvæmdastjóra og býð ég hann velkominn til starfa, en hann mun hefja störf 1. febrúar nk. Pétur Georg starfar sem umsjónarkennari í Súðavík og mun hann sinna kennslu samhliða störfum sem framkvæmdastjóri fram á vor.

Frekari upplýsingar gefur undirritaður,


Jón Páll Hreinsson
Formaður HSV