Flugfélag Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafa endurnýjað samning um afsláttarkjör á fargjöldum í innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna til næstu 12 mánaða.

Þrátt fyrir miklar hækkanir á mikilvægum þáttum í flugrekstri, náðust samningar um að fargjöld haldist óbreytt frá samningi síðasta árs og á það vonandi eftir að létta undir með íþróttahreyfingunni í starfsemi þessa árs. 

ÍSÍ hefur átt farsælt samstarf við Flugfélag Íslands um áratuga skeið enda íþróttahreyfingin stór viðskiptavinur Flugfélags Íslands.

Samninginn má lesa hér.  Eintak af samningnum verður sent út á næstu dögum, til allra eininga innan vébanda ÍSÍ, til upplýsingar.

Á myndinni má sjá þau Ingi Þór Guðmundsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs FÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ að handsala samninginn.