Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Heiðar Birnir Torleifsson við sem nýr yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.  Heiðar hefur mikla og víðtæka reynslu úr þjálfun og stjórnun.  Hann lauk við UEFA-A gráðu árið 2006 ásamt því að hafa starfað sem yfirþjálfar í knattspyrnu hjá Keflavík, Þrótt, KR, Breiðablik og Coerver Coaching.

Heiðar hefur starfað sem þjálfari í íþróttaskóla HSV frá því í janúar 2020 ásamt því að starfa sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Vestra

HSV býður Heiðar hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.