Önnur vika leikjanámskeiðsins er í gangi hjá okkur núna og hér má sjá dagskrá vikunnar.

Á miðvikudeginum er hjólaferð í Tunguskóg og þann dag koma allir á hjólum. Gott er að taka með sér auka sokka og jafnvel aukabuxur því krakkarnir munu mjög líklega að vaða aðeins í ánni.

Á fimmtudaginn er sundferð og þá verða allir að mæta með sundfötin sín.

Á föstudaginn ætlum við svo að drullumalla og þá má mæta með fötur, skóflur og allt það sem ykkur dettur í hug til að gera drullukökuveislu sem glæsilegasta. Þann dag er mjög sniðugt að vera ekki í sparifötunum og gera ráð fyrir að koma ekki hreinn heim.