Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá Skattsins.

Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum eins og íþróttafélögum. Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum.

Öll félög sem vilja nýta sér ávinning skráningarinnar á þessu ári þurfa að ljúka skráningu á  Almannaheillaskrá fyrir áramót.

Um tvenns konar skráningu er að ræða, annars vegar fá skráningu á Almannaheillaskrá og skráning á almannaheillafélagi. Íþróttafélög eru undanskilin síðasttöldu skráningunni.

Skráningin er einföld:

  • Farðu inn á rsk.is. Þrír valmöguleikar eru á innskráningu. Nóg er að skrá sig inn með veflykli viðkomandi félags. 
  • Eftir innskráningu kemur svona gluggi.
  • Finndu flipann Samskipti á síðunni og smelltu á hann.
  • Nú áttu að sjá annars vegar Samskipti og hins vegar val um Umsóknir.
  • Veldu Umsóknir. Smelltu á: Skráning á almannaheillaskrá.
  • Upp kemur eftirfarandi síða: Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá Skattsins.
  • Gangtu úr skugga um að nafnið á þínu félagi sé neðst á síðunni.
  • Veldu flipann: Áfram. 
  • Hér þarf umsækjandi að velja á milli nokkurra flokka. Hakaðu við Æsklýðs- og menningarmálastarfsemi.
  • Svara þarf hvað félagið þitt hefur fengið háa styrki og hvað það hefur veitt mikið af styrkjum.
  • Í næsta skrefi þarftu að skrifa netfang íþróttafélagsins og haka við að allar upplýsingar séu réttar.
  • Sendu efnið frá þér.
  • Að síðustu á að koma upp gluggi þar sem segir að umsóknin sé móttekin. Tilkynning um samþykkta umsókn verður send á tölvupóstfang tengiliðs við afgreiðslu umsóknar.
  • Nú er þetta komið.