Orkubú Vestfjarða hefur útdeilt samfélagsstyrkjum sínum fyrir árið 2017. Héraðssamband Vestfirðinga hlaut styrki til þriggja verkefna sambandsins.

1. Fræðsluátak HSV. HSV hefur sett í gang verkefni þar sem markvisst er boðið upp á fræðslu fyrir iðkendur aðildarfélaga, foreldra, þjálfara og stjórnarmenn. í febrúar kom Pálmar Ragnarsson og hélt fyrirlestra sem voru mjög vel sóttir. 

2. Áhaldakaup fyrir þróttaskóla HSV. Íþróttaskólinn hefur starfað í sjö ár og eru áhöld, stór sem smá, orðið úr sér gengið og komið að nauðsynlegu viðhaldi og uppfærslu. Með áhaldakaupunum verður hægt að auka fjölbreytni í æfingum með það markmið að auka grunnþjálfunarhluta æfinga, byggja upp íþróttafólk framtíðarinnar og leggja grunn að heilbrigði barna á svæðinu.

3. Snjóbrettaæfingar íþróttaskóla HSV. Í samstarfi við SFÍ verður í fyrsta sinn boðið upp á brettaæfningar hjá íþróttaskóla HSV í vetur. Mikill áhugi er á snjóbrettum á landsvísu og gott börn á svæðinu hafi tækifæri til að stunda þá íþrótt. 

Orkubú Vestfjarða vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag. HSV er stolt af að tilheyra þeim hópi og þakkar Orkubúi Vestfjarða fyrir stuðninginn.