Orkubú Vestfjarðar veitir HSV styrk úr samfélagssjóði sínum vegna fræðsluátaks fyrir iðkendur aðildarfélaga HSV um næringu. 

Fyrir börn og unglinga er nær ómögulegt að átta sig á hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að næringu. Til að styðja okkar ungmenni til bættrar næringar og heilsu hyggst HSV vera með fræðsluverkefni fyrir iðkendur sína þar sem næringarfræðingur fer yfir hver er besta næring fyrir unglinga og ungt fólk. Einnig verður kynnt hvað ber að varast og sérstaklega farið yfir mest áberandi fæðubótarefni og orkudrykki. Að lokum verður sérstaklega farið í næringu íþróttafólks og kynnt hvernig best er að haga undirbúningi fyrir erfiðar æfingar og keppni og hvað er best fyrir endurheimt miðað við aldur.

Þessi styrkur Orkubúsins gerir HSV kleift að setja þetta átak af stað. Héraðssamband Vestfirðinga þakkar Orkubúi Vestfjarðar kærlega fyrir stuðninginn og áhuga á starfi sambandsins.