Orkubú Vestfjarða afhenti á mánudag 4,2 milljónir króna í formi samfélagsstyrkja til 29 félagasamtaka á Vestfjörðum.


Íþróttaskóli HSV hlaut einn hæsta styrkinn þetta árið eða 250 þús. krónur sem nýtast frábærlega í rekstur skólans.


Héraðssamband Vestfirðinga þakkar hjartanlega þennan stuðning frá Orkubúi Vestfjarða.