Íþróttaskóli HSV hefur hlotið styrk frá Orkubúi Vestfjarða að upphæð 200.000 krónur. Styrknum skal varið til að styrkja starfsemi skólans á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Féð mun gera HSV kleift að greiða niður ferðakostnað þjálfara frá íþróttafélögunum á Ísafirði og þar með mun fjölbreytnin í starfsemi Íþróttaskólans á þessum stöðum aukast til muna.

HSV þakkar stjórn Orkubúsins kærlega fyrir þennan styrk.