1 af 2

Nú er að komast mynd á reiðhöllina sem félagsmenn hestamannafélagsins Hendingar eru að reisa inn í Engidal. Eftir aðstöðuleysi um árabil náðust loks samningar á milli Ísafjarðarbæjar og félagsins um bætur, en aðstaða félagsins var lögð af við gerð Bolungarvíkurganganna. Vinnan er að milu leiti unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum og vonast þeir til að ná að loka húsinu fyrir veturinn.