Heilsueflandi samfélag í Ísafjarðarbæ hvetur íbúa til að hreyfa sig reglulega og taka þátt í Lífshlaupinu núna í febrúar. Einn liður í því átaki er að vera með tíma í Ringo í íþróttahúsinu á Austurvegi á fimmtudögum kl. 18-20. Fyrsti tíminn er í dag 7. febrúar.

Þeir sem vilja kynna sér ringo eru velkomnir, einfalt að læra og skemmtilegt að spila. Í byrjun þessarar fréttar má sjá frekari upplýsingar um ringó.