þátttakendur á Ringókynningu
þátttakendur á Ringókynningu

Blásið var til ringokynningar í gærkveldi. Flemming Jessen heimsótti okkur og kynnti þessa skemmtilegu grein fyrir félagsmönnum Kubba, blakdeildar Vestra og fleiri áhugamönnum. Eftir stutta fræðslu og kynningu á íþróttinni var spilað á tveimur völlum. Óhætt er að segja að gleði og ánægja hafi einkennt þennan tíma. Þátttakendur voru hæstánægðir og þurfti nánast að þvinga suma til að hætta í lok tímans. Í það minnsta tvö keppnislið á landsmóti UMFÍ 50+ voru skipuð og gerð plön um frekari æfingar næstu daga.