Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn á Ísafirði laugardaginn 20. október. Fulltrúar héraðssambanda allsstaðar af landinu mættu til fundarins. Ingi Björn Guðnason bauð fundargesti velkomna til Ísafjarðar fyrir hönd stjórnar HSV. Síðan tók við hefðbundin fundardagskrá og nefndarstörf.