Sambandsþing UMFÍ 2011 var haldið á Akureyri um nýliðna helgi.  HSV átti þar 5 fulltrúa þau Jón Pál Hreinsson formann HSV, Maron Pétursson gjaldkera HSV, Ara Hólmsteinsson stjórnarmaður í HSV, Eyrún Harpa Hlynsdóttir stjórnarmaður í UMFÍ og Kristján Þór Kristjánsson starfsmaður HSV.  Mörg mál lágu fyrir þinginu og voru fjölmargar góðar tillögur samþykktar og fór nefndarstarf vel fram.  Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörinn formaður UMFÍ og í stjórn félagsins voru kosin þau Stefán Skapti Steinólfsson USK, Bolli Gunnarsson HSK, Jón Pálsson UMSK, Haukur Valtýsson UMFE, Björg Jakobsdóttir UMSK og Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV og í varastjórn þau Matthildur Ásmundardóttir USÚ, Anna María Elíasdóttir USVH, Baldur Daníelsson HSÞ og Einar Kristján Jónsson Vesturhlíð.   Björn B. Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ var veitt heiðurfélaganafnbót UMFÍ.