Sig­fús Foss­dal úr Kraftlyftingafélaginu Víkingi varð um helg­ina bikar­meist­ari í kraft­lyft­ing­um en mótið fór fram á Ak­ur­eyri.

Sig­fús varð bikar­meist­ari annað árið í röð, lyfti sam­tals einu tonni og 18 kíló­um bet­ur. Hann setti Íslands­met í bekkpressu þegar hann lyfti 333 kíló­um.

Stiga­hæsta liðið varð KFA, sem jafn­framt sá um alla fram­kvæmd móts­ins.

Úrslit móts­ins má sjá hér: http://​results.kraft.is/​meet/​bikarmot-i-kraft­lyft­ing­um-2014