Nú hefur snjóað nóg á Seljalandsdalnum til þess að hægt sé að byrja gönguskíðaæfingar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur í íþróttaskólanum því allir krakkar skólans eiga kost á að taka þátt í þeim æfingum sem hluta af íþróttaskólanum og viljum við hvetja alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegri íþrótt.

 

Yfirumsjón með gönguþjálfuninni hefur Stella Hjaltadóttir. Hún hefur áralanga reynslu af þjálfun barna og unglinga og er margfaldur meistari á gönguskíðum.

 

Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl.17:30-18:30 og laugardögum kl. 11:00-12:00. Allir krakkar íþróttaskólans æfa á sama tíma.

 

Svarhólf skíðagönguliðs SFÍ er: 878-1512.  Þjáfari les inn skilaboð þá daga sem æfingar eru.  Stundum er óhagstætt veður og þá getur áætlun breyst með skömmum fyrirvara.

 

Skíðafélagið á skíðagöngubúnað til að lána þeim sem vilja prófa. Ef fólk vill nýta sér það er best að lát Stellu vita af því fyrirfram til að tryggja að allir fái búnað sem eftir því óska. Netfangið hjá Stellu er stella@fvi.is.

Þá verður skíðamarkaður skíðafélagsins settu af stað fljótlega þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan búnað fyrir sanngjarnt verð. Við látum vita þegar ákveðið er hvenær markaðurinn fer í gang.

 

Svigskíðaæfingar hefjast svo þegar nægur snjór er komin í Tungudalinn og lyftur opna og ætlum við að reyna eins og kostur er að setja þær æfingar upp þannig að árekstrar við gönguskíðin verði sem minnst þannig að hægt sé að stunda báðar greinar.

 

Ekkert er meira hressandi en fjallaloft vetrarins og eins eru vetraríþróttir frábært fjölskyldusport þar sem allir geta tekið þátt. Tilvalið er fyrir foreldra að fara á skíði meðan börnin stunda æfingarnar J