Fyrsta skíðagöngumót ársins, SFÍ gangan, fer fram á Seljalandsdal á laugardaginn kemur, 10. janúar. Keppt verður í aldursflokkum 13 ára og eldri, en flokkar 12 ára og yngri keppa síðar, enda er stutt síðan þeir krakkar byrjuðu að fara á skíði. Þjálfarar yngri hópanna munu láta vita þegar dagsetning hefur verið ákveðin.

Keppnin á laugardaginn hefst kl. 13:00. Ræst verður með hópstarti og gengið með frjálsri aðferð. Aldursflokkar 13-16 ára verða kláraðir fyrst, en síðan taka eldri flokkar við. Þátttakendur eru beðnir að mæta tímanlega á Dalinn til að flýta fyrir skráningu og undirbúningi.