Guðný stefanía formaður HSV reynir sig í bogfimi.
Guðný stefanía formaður HSV reynir sig í bogfimi.

Inniskotsvæði Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, í áhorfendastúkunni við Torfnesvöll, var opnað formlega á sunnudaginn. Þar er nú komin mjög vel búin aðstaða fyrir skotíþróttir. Félagsmenn Skotíþróttafélagsins hafa unnið mikla sjálfboðavinnu við að koma húsnæðinu í það glæsilega stand sem það nú er í. Félagið hefur einnig útbúið aðstöðu fyrir bogfimi og keypt nokkra boða. þarmeð verður hægt að koma upp barna og unglingastarfi í félaginu en það eru enign aldurstakmörk í bogana en börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Fjöldi gesta var vistaddur opnunina og opnu húsi sem fylgdi í kjölfarið.