HSV og nokkur aðildarfélög HSV hafa tekið í gagnið nýtt skráningarkerfi þar sem foreldra, forráðamenn og iðkendur geta skráð sig til æfinga hjá félaginu ásamt því að ganga frá greiðslu í sérstöku skráningarkerfi á internetinu.  Byrjað er að taka við skráningum í íþróttaskóla HSV og núna í vikunni munu KFÍ, BÍ, Hörður og Blakfélagið Skellur fara að nota kerfið.  Fleiri félög munu svo koma inn í kerfið. 

Skráningar í íþróttaskóla HSV fara í gegnum heimasíðu íþróttaskólans www.hsv.is/ithrottaskoli