Íþróttafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum

Héraðssambandið Hrafna-Flóki, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa eftir íþróttafulltrúa í fullt starf. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á starfssvæði Hrafna-Flóka sem eru sunnanverðir Vestfirðir.

Hlutverk íþróttafulltrúa verður m.a. að sjá um íþróttaskóla fyrir 1.-4. bekk, stefnumótun íþróttamála í samstarfi við íþróttahreyfinguna og sveitastjórnir á svæðinu og sinna hlutverki framkvæmdastjóra Hrafna-Flóka. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir kraftmikinn og áhugasaman einstakling á uppbygginu á sameiginlegu íþróttastarfi á svæðinu.

Launakjör í samræmi við kjarasamninga fagfélaga.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði íþróttafræða eða sambærileg menntun.
  • Þekking og reynsla af þjálfun.
  •  
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.

Á sunnanverðum Vestfjörðum er kraftmikið mannlíf, mikil atvinnuuppbygging og umtalsverð fólksfjölgun hefur verið síðustu ár.

Umsóknarfrestur er til 20. Janúar 2015 og skal senda umsókn ásamt ferilskrá á netfangið hhf@hhf.is . Nánari upplýsingar eru veittar hjá Margréti Brynjólfsdóttur í síma 698-9913 og í tölvupósti: maggabr@gmail.com . Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verðum öllum svarað.