Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til 19. mars 2015 

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. 
Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is

Ef einhverjar spurningar vakna þá má hafa samband við Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra HSV,  í síma 863-8886.