Í lok síðasta árs veitti 3x Tecnology HSV veglegan styrk til til að efla barna- og unglingastarf íþróttafélaganna hér í heimabyggð. Styrkfjárhæð er kr. 1.500.000 fyrir árið 2018 og gefur fyrirtækið vilyrði fyrir styrk að sömu upphæð fyrir árið 2019. Fyrir hönd starfsmanna sinna vill 3X Technology stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Forsvarsmenn fyrirtækisins trúa á gildi íþróttaiðkunar til forvarna og er styrkurinn hugsaður til eflingar þess.

Megin markmiðið með styrknum er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er stunda íþrótt sína hjá aðildarfélögum HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar né til æfinga eða keppnisferða.

 Stjórn HSV óskar eftir umsóknum frá aðildarfélögum sínum um styrk úr þessum sjóði fyrir árið 2018 samkvæmt þeim markmiðum sem fyrirtækið setur fram.

 Ekki er að þessu sinni stuðst við sérstakar úthlutunarreglur eða leiðbeiningar heldur geta forsvarsmenn aðildarfélaga sent inn beiðnir eða umsóknir er samræmast megintilgangi verkefnisins. Stjórn HSV mun fara yfir umsóknir og ákveða úthlutun. Vonast stjórn HSV til að fá fram fjölbreyttar hugmyndir að eflingu starfs hjá aðildarfélögum sambandsins.

 Forsvarsmenn aðildarfélaga HSV er bent á að senda styrkumsóknir til framkvæmdastjóra HSV (hsv@hsv.is) fyrir 1. maí  2018 en styrkveitingar verða afgreiddar fljótlega eftir það.