Glaðir fótboltastrákar.
Glaðir fótboltastrákar.

 

Á fundi nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss í síðustu viku var samþykkt að fela innkaupafulltrúa Ísafjarðarbæjar að auglýsa útboð um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi.
 
Það hefur lengi verið bæjarbúum og íþróttafélögum á svæðinu mikið kappsmál að fá knattspyrnuhús og nú styttist í að það verði að veruleika. 
 
 
Það er sannarlega ástæða til að gleðjast!