Nú er þriðja vika leikjanámskeiðs HSV að hefjast og hér má sjá dagskrá vikunnar. 

Við hittumst alltaf við íþróttahúsið á Torfnesi. Mikilvægt er að börnin komi með hollt nesti að heiman sem borðað er um miðjan morgun. Einnig vil ég minna á að börnin séu klædd eftir veðri.

Í fjöruferðina sem við förum í á miðvikudaginn er gott að mæta með fötu, skóflu og annað sanddót. Þegar við förum á smíðavellina er gott að sem flestir komi með hamar að heiman. Á föstudaginn verðum við svo með búningaþema og þá mega allir koma í búningum að eigin vali.

Ég vil minna á facebook síðuna okkar þar sem sjá má fréttir og myndir af starfinu: Íþróttaskóli HSV.