Ákveðið var á aðalfundinum að bjóða nýja félaga velkomna með myndarlegum afslætti á félagsgjöldum.

Tuttugu ára og eldri borgi einungis hálft gjald, 2000 kr. fyrsta árið í félaginu.

15-20 ára borga einungis 1000 kr. á ári, og fá 50% afslátt á æfingagjaldi á leirdúfuvelli.

Þess ber að geta að unglingar á aldrinum 15-18 ára þurfa skriflegt leyfi forráðamanna til að ganga í félagið og til þátttöku á æfingum. Æfingar fara fram undir eftirliti viðurkennds leiðbeinanda.

Félagið skaffar tvíhleypta haglabyssu og .22 cal riffil til æfinga, svo að það eina sem þarf, er áhugi og vilji til að vera með.....

Upplýsingar og skráning í félagið er hjá Gumma í síma 8614694, eða Kidda í síma 8981050.